Getur þakkað Tómasi á Kaffi Krús fyrir bílprófið

„Ég fékk reyndar ekki bílpróf fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Tók rútuna á æfingar

Ásgeir lék með Selfossi á láni frá Fylki, tímabilin 2007 og 2008, þar sem hann steig sín fyrstu meistaraflokksskref.

„Ég tók stundum rútuna frá BSÍ, á æfingar, ef mér gekk illa að fá far,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Tómas á Kaffi Krús, sem var í stjórn á þessum tíma, sótti mig líka stundum í bæinn. Það er honum að þakka að ég er með bílpróf í dag.

Eftir einhvern leikinn þá kallaði Tommi í einhvern mann sem var á svæðinu og kynnti okkur. Þá kom í ljós að þetta var ökukennara. Tommi var örugglega orðinn alveg dauðþreyttur á því að sækja mig og ef ekki væri fyrir hann og Selfoss væri ég örugglega ekki með bílpróf í dag,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tómas Þórodsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Tómas Þórodsson. mbl.is/María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert