Rasísk ummæli um arftaka Óskars

Sancheev Manoharan
Sancheev Manoharan Ljósmynd/Haugesund

Mikil reiði ríkir innan norska knattspyrnufélagsins Haugesund eftir rasísk ummæli um þjálfara félagsins, Sancheev Manoharan, í hlaðvarpi sem stuðningsmenn liðsins halda úti.

„Hann Apu, nýi þjálfarinn okkar, er ekki með neitt plan. Allavega ekki sem ég kem auga á," sagði einn af þáttastjórnendum í hlaðvarpinu og vísar þar í indverska búðareigandann Apu í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Karakter Apu er umdeildur en hann þykir tákna vandræðalega stereótýpu af Indverjum í Bandaríkjunum.

„Við fengum að vita af þessu í gærkvöldi og erum í sjokki yfir að einstaklingur með rödd í hlaðvarpi skuli tala á þessa vegu. Félagið er alfarið á móti rasisma og einelti og fólk sem talar svona er ekki velkomið á okkar félagsvæði eða heimavöll“.

Manoharan tók við starfi Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Haugesund á dögunum eftir að hafa áður gegnt starfi aðstoðarþjálfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka