Uppþot í stúkunni (myndskeið)

HK stuðningsmenn eru prúðari en kollegar þeirra hjá Lyn
HK stuðningsmenn eru prúðari en kollegar þeirra hjá Lyn Árni Sæberg

Norski knattspyrnumaðurinn Jan Inge Solemsløkk Lynum gerði allt vitlaust þegar hann skoraði sigurmark Raufoss gegn Lyn í næst efstu deild norska fótboltans í gær.

Lynum skoraði eina mark leiksins og hljóp beint til stuðningsmanna gestanna og sendi þeim fingurkossa og fagnaði af innlifun. Markmið Lynum var augljóslega að reita þá til reiði og það tókst honum því tveir stuðningsmenn Lyn stukku inn á leikvöllinn og gerðu sig líklega til að ráðast á leikmanninn.

Blys flugu einnig inn á völlinn og fékk Lynum gult spjald að launum frá dómara leiksins.

Myndband af atvikinu má sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert