Mark Messi dugði skammt – jafnt hjá Degi

Lionel Messi skallar boltann í nótt.
Lionel Messi skallar boltann í nótt. AFP/Chandan Khanna

Lionel Messi skoraði mark Inter Miami í óvæntum tapi fyrir Atlanta United, 3:1, í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. 

Atlanta komst í 2:0 en á 62. mínútu minnkaði Messi muninn í 2:1. Það dugði skammt en ellefu mínútum síðar komst Atlanta-liðið í 3:1. 

Inter Miami er í toppsæti Austurdeildarinnar með 34 stig eftir 17 leiki, einu stigi á undan Cincinnati.

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City sóttu Chicago Fire heim og leikurinn endaði með jafntefli, 1:1. Dagur lék fram í uppbótartíma leiksins þegar honum var skipt af velli.

Orlando City er í 11. sæti af 15 liðum Austurdeildarinnar með 17 stig eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert