Rekinn þrátt fyrir að hafa ekki stýrt leik

Marc Brys var rekinn fyrir fyrsta leikinn.
Marc Brys var rekinn fyrir fyrsta leikinn. AFP/Virginie Lefour

Belginn Marc Brys hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlaliðs Kamerún þrátt fyrir að hafa ekki stýrt leik. 

Brys var ráðinn til Kamerún í byrjun apríl. Ráðningin var heldur áhugaverð en enginn innan knattspyrnusambandsins vissi af henni. 

Íþróttamálaráðherra þjóðarinnar tók málið í sínar hendur í byrjun apríl og réði Brys án vitneskju sambandsins. 

Brys lenti upp á kant við goðsögnina Samuel Eto'o, sem er forseti knattspyrnusambandsins. 

Kamerún mætir Grænhöfðaeyjum og Angólu í tveimur mikilvægum landsleikjum í undankeppni HM 2026 í komandi landsleikjahléi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert