Klose tekur við Nürnberg

Miroslav Klose er mættur til Nürnberg
Miroslav Klose er mættur til Nürnberg Ljósmynd/FC Nürnberg

Þýski markahrókurinn Miroslav Klose verður nýr þjálfari FC Nürnberg en félagið hefur tilkynnt komu hans. Klose er markahæsti leikmaður Þýskalands frá upphafi og varð heimsmeistari árið 2014.

Klose er markahæsti leikmaður Þýskalands frá upphafi og varð heimsmeistari árið 2014. Eftir að ferlinum lauk hefur Klose starfað í þjálfarateymi þýska landsliðsins og þjálfað unglinga í Bayern München. Hann var aðstoðarþjálfari Hansi Flick hjá Bayern í eitt ár áður en hann tók við Rheindorf Altach í Austurríki árið 2022.

Nürnberg hafnaði í tólfta sæti þýsku 2. deildarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert