Krikketstjarna í golfi á Íslandi

Tendulkar ræðir við Inga Rúnar um golfíþróttina sem Indverjinn er …
Tendulkar ræðir við Inga Rúnar um golfíþróttina sem Indverjinn er nýbyrjaður að stunda. mbl.is/Eggert

Sachin Tendulkar er einn dáðasti krikketspilari Indverja og er af mörgum talinn einn snjallasti krikketleikari í sögunni. Tendulkar er staddur hér á landi í sumarfríi með fjölskyldu sinni og ákvað að fara í kennslu til Inga Rúnars Gíslasonar golfkennara hjá Kili í Mosfellsbæ.

,,Ég hef ferðast víða um heiminn en mig langaði til þess að gera eitthvað óvenjulegt og hugsa út fyrir rammmann. Gera eitthvað ólíkt því sem ég er vanur og ferðast til lands þar sem krikket er lítt þekkt íþrótt. Tveir indverskir vinir mínir höfðu talað mjög vel um Ísland og sögðu hér frábært að vera. Þeir hvöttu mig eindregið til þess að ferðast hingað og sögðu Ísland eiga vel við mig,“ sagði Tendulkar í samtali við mbl.is á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert