Anton Sveinn bætti 10 ára Íslandsmet Arnar

Anton Sveinn McKee er handhafi fimm Íslandsmeta í 50 metra …
Anton Sveinn McKee er handhafi fimm Íslandsmeta í 50 metra laug. mbl.is/Ómar

Anton Sveinn McKee, sundkappinn mikli úr Ægi, bætti Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 200 metra fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í dag en metið hafði staðið í tæpan áratug.

Anton Sveinn kom í dag í mark á 2:05,95 mínútum og bætti metið hans Arnar um tæpa sekúndu, eða 93/100.

Anton Sveinn er nú Íslandsmethafi í fimm greinum í 50 metra laug, eða 400, 800 og 1.500 metra skriðsundi, og 200 og 400 metra fjórsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert