Ólafur forseti framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleika

Ólafur Rafnsson.
Ólafur Rafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, tók við embætti forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna á aðalfundi Smáþjóðaleika og fundi framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleika sem haldnir voru í Lúxemborg í gær.

Ólafur mun gegna embættinu fram yfir Smáþjóðaleika á Íslandi árið 2015 en á fundinum í gær hélt skipulagsnefnd leikanna 2015 kynningu á Smáþjóðaleikunum 2015, íþróttagreinunum 10 sem keppt verður í og mannvirkjum.

Fulltrúar ÍSÍ á aðalfundinum var auk Ólafs  Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ og á fundi framkvæmdastjórnar leikanna voru Ólafur, Lárus og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert