Eygló Ósk með gull á nýju mótsmeti

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Morgunblaðið/Ómar

Íslendingar voru rétt í þessu að tryggja sér gull og silfur í 100 metra baksundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Þá fengu Íslendingar silfurverðlaun í 100 metra baksundi karla.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann gullverðlaunin. Hún synti vegalengdina á 1.02,89 mínútum og bætti mótsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun. Eygló á Íslandsmetið í greininni sem er 1.01,08 mín. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir varð í öðru sæti á tímanum 1.04,47 mín.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson kom annar í mark í 100 metra baksundi karla á tímanum  57,91 sek. en Kolbeinn Hrafnkelsson varð fjórði á tímanum 59,33 sek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert