Eygló Ósk með nýtt mótsmet

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Morgunblaðið/Ómar

Eygló Ósk Gústafsdóttir setti í morgun nýtt mótsmet í 100 metra baksundi í undanrásum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.

Eygló synti á tímanum 1.03,14 mínútum og bætti fjögurra ára gamalt mótsmet. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti í sama sundi og varð í þriðja sæti á tímanum 1.08,13 mín. Eygló og Ingibjörg synda í úrslitum síðar í dag sem og fleiri aðrir Íslendingar sem voru í eldlínunni í undanrásum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert