Íslandsmet og gull í boðsundinu

Íslenska sveitin efst á palli í Lúxemborg í dag.
Íslenska sveitin efst á palli í Lúxemborg í dag. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Íslenska kvennasveitin vann til gullverðlauna í 4x200 metra skriðsundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag. Íslenska sveitin synti á tímanum 8.25,74 mínútum og setti þar með nýtt Íslandsmet og bætti mótsmetið á leikunum.

Í sigursveitinni voru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Inga Elín Cryer, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.

Íslenska karlasveitin vann til bronsverðlauna í sama sundi en í sveitinni voru þeir Davíð Hildberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Hannes Davíð Pálsson og Anton Sveinn McKee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert