Anna Hulda keppir á EM

Anna Hulda Ólafsdóttir verður eini keppandi Íslands á EM í …
Anna Hulda Ólafsdóttir verður eini keppandi Íslands á EM í lyftingum í byrjun apríl. Ljósmynd/Lyftingasambandið

Ísland mun senda einn keppanda á Evrópumótið í Ólympískum lyftingum sem fer fram í Tel-aviv í Ísrael 5. - 12. apríl. Anna Hulda Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur mun keppa í -63kg flokki og keppir líkast til 7. apríl.

Anna Hulda varð Íslandsmeistari kvenna í opnum flokki í fyrra og lyftingakona ársins bæði 2012 og 2013. Hún á Íslandsmetið í snörun (75kg) í -63kg flokki og í samanlögðu (167kg). Þá á hún Íslandsmetið í snörun, jafnhendingu og í samanlögðu í -58kg flokki.

112 keppendur eru skráðir til leiks í kvennaflokki á Evrópumótinu, þar af 10 konur frá Norðurlöndunum. Alls keppa 19 í karla- og kvennaflokki frá Norðurlöndunum, en Anna Hulda verður eini keppandinn frá Íslandi á mótinu.

Lárus Páll Pálsson formaður Lyftingasambands Íslands verður með Önnu Huldu í för til Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert