„Mér líður rosalega vel“

Snorri Einarsson glaðbeittur á HM í Seefeld.
Snorri Einarsson glaðbeittur á HM í Seefeld. Ljósmynd/@skidasambandIslands

„Mér líður rosalega vel. Það gekk ekkert svo vel eftir fyrstu 15 og 30 kílómetrana, svo það var algjörlega geggjað að ná á endanum 18. sæti,“ sagði Snorri Einarsson eftir að hafa brotið blað í sögu skíðagöngu á Íslandi með því að ná 18. sæti í lokagrein HM í Seefeld í gær – 50 kílómetra göngu með frjálsri aðferð.

Snorri var í þéttum hópi sem barðist um bronsverðlaun í greininni en hann kom í mark á 1:51;14,9 klukkustund, eða 18 sekúndum á eftir Sjur Röthe frá Noregi sem endaði í 3. sæti. Hans Christer Holund frá Noregi vann öruggan sigur á 1:49;59,3 klukkustund, en Norðmenn voru langtum sigursælastir á mótinu með 13 gull. Snorri er einmitt fæddur og uppalinn í Noregi en pabbi hans er íslenskur og hefur Snorri keppt fyrir Íslands hönd frá árinu 2016. Árangurinn í gær er hans langbesti á ferlinum hingað til.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka