Óvenjulegt atriði (myndskeið)

Ítalinn Danilo Gallinari leikmaður Oklahoma City Thunder.
Ítalinn Danilo Gallinari leikmaður Oklahoma City Thunder. AFP

Í Bandaríkjunum er ýmislegt gert til að skemmta áhorfendum á kappleikjum þegar leikurinn er ekki í gangi. 

Ýmis lög bresku hljómsveitarinnar Queen eru þekkt í kringum íþróttaviðburði. Má þar nefna slagarann We will rock you sem hljómar á leikjum í hinum ýmsu íþróttagreinum víða um heim. 

Oklahoma City Thunder bauð upp á áhugavert atriði þegar Los Angeles Lakers kom í heimsókn í NBA-deildinni. 

Á áhorfendapöllunum stóð skyndilega upp Freddie Mercury eftirherma sem fór á kostum í einu leikhléinu eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is