Guðni bætti sinn besta árangur - FH með forystu að loknum fyrsta degi

Guðni Valur Guðnason vann kúluvarpið örugglega.
Guðni Valur Guðnason vann kúluvarpið örugglega. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

FH hefur sex stiga forskot á ÍR að loknum fyrri keppnisdegi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer í Kaplakrika.

Guðni Valur Guðnason, ÍR, vann kúluvarp karla örugglega er hann varpaði kúlunni 18,6 metra. Með kastinu náði Guðni Valur sínum besta árangri innanhúss en áður hafði hann varpað kúlunni lengst 17,36 metra innanhúss.

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, vann afar nauman sigur í  60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,68 sekúndum.

Haf­dís Sig­urðardótt­ir, UFA, vann 60 metra hlaup kvenna.
Haf­dís Sig­urðardótt­ir, UFA, vann 60 metra hlaup kvenna. mbl.is/Sigurður Ragnarsson.

Ari Bragi Kárason, FH, vann 60 metra hlaup karla er hann hljóp á tímanum 6,98 sekúndum.

Ari Bragi Kárason, FH, vann 60 metra hlaup karla.
Ari Bragi Kárason, FH, vann 60 metra hlaup karla. mbl.is/Sigurður Ragnarsson.

Arnar Pétursson, Breiðabliki, vann 1.500 metra hlaup karla nokkuð örugglega á tímanum 4:07,97 mínútum.

Arnarn Pétursson, Breiðabliki, vann 1.500 metra hlaup karla.
Arnarn Pétursson, Breiðabliki, vann 1.500 metra hlaup karla. mbl.is/Sigurður Ragnarsson.

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, FH, vann 1.500 metra hlaup kvenna á tímanum 5:03,72 mínútum.

Kormákur Ari Hafliðason, FH, vann 400 metra hlaup karla er hann hljóp á 48,61 sekúndu.

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, vann 400 metra hlaup kvenna er hún hljóp á tímanum 56,33 sekúndum.

Hekla Sif Magnúsdóttir, FH, vann þrístökk kvenna með stökki upp á 11,63 metra.

Kristinn Torfason, FH, vann þrístökk karla er hann stökk 14,21 metra.

Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, vann stangarstökk karla er hann stökk yfir 4,3 metra.

Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfossi, vann hástökk kvenna er hún stökk yfir 1,76 metra. Með stökkinu jafnaði hún sinn besta árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert