Þrír Íslandsmeistarar á meðal þeirra bestu

Viktor Örlygur Andrason og Kristall Máni Ingason eru báðir í …
Viktor Örlygur Andrason og Kristall Máni Ingason eru báðir í liðinu. Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík eiga þrjá fulltrúa í úrvalsliði yngri leikmanna í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, keppnistímabilið 2021 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Kristall Máni Ingason fékk 13 M fyrir frammistöðu sína í sumar og þeir Atli Barkarson og Viktor Örlygur Andrason 8 M hvor.

Þá eiga ÍA og Leiknir úr Reykjavík tvo fulltrúa hvort í liðinu og Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Fylkis og besti ungi leikmaður tímabilsins samkvæmt M-gjöfinn er einnig í liðinu.

Úrvalslið yngri leikmanna Pepsi Max-deildarinnar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert