Djokovic laus – ráðherra nýtti ekki svigrúm

Stuðningsmenn Novak Djokovic í Melbourne bíða átekta eftir niðurstöðu málsins …
Stuðningsmenn Novak Djokovic í Melbourne bíða átekta eftir niðurstöðu málsins í dag. AFP

Tennisleikarinn Novak Djokovic er formlega laus úr haldi í Ástralíu eftir að ráðherra innflytjendamála nýtti sér ekki fjögurra klukkutíma rétt sem hann hafði til að snúa úrskurði dómstóls frá því í morgun. 

Dómstóll í Melbourne úrskurðaði í morgun að serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic mætti dvelja í Ástralíu og þar með getur hann væntanlega tekið þátt í Opna ástralska meistaramótinu sem hefst næsta mánudag.

Úrskurður dómarans var á þá leið að ekki hefði verið rétt að því staðið hjá landamæravörðum að ógilda vegabréfsáritunina hjá Djokovic. Serbinn taldi sig hafa fengið heimild til þess að koma til Ástralíu og keppa á mótinu án þess að fyrir lægi staðfesting á hvort hann væri bólusettur fyrir kórónuveirunni.

Ráðherrann hefur eftir sem áður möguleika á að grípa inn í málið og ógilda vegabréfsáritunina hjá Djokovic.

Djokovic, sem er efstur á heimslista karla í tennis, getur nú hafið undirbúninginn fyrir mótið en hann hætti áður við að koma til landsins fyrir áramótin til að taka þátt í ATP-mótinu, keppni landsliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka