Guðbjörg jafnaði Íslandsmet sitt

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.í hlaupinu í dag.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.í hlaupinu í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR jafnaði Íslandsmet sitt í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll í dag. 

Guðbjörg kom fyrst í mark á tímanum 7,43 sekúndur sem er einmitt jafn tími og Íslandsmet hennar sem hún setti á síðasta innanhústímabili. 

Þrátt fyrir góðan árangur Guðbjargar dugar þessi tími ekki inn á Evrópumótið en lágmarkið þar er 7,24 sekúndur. 

Tiana Ósk Whitworth, einnig úr ÍR, kom önnur í mark á tímanum 7,64 sekúndur. Þriðja var svo Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki á tímanum 7,70 sekúndur. 

FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti óvænt í 60 metra hlaupi karla í dag og kom fyrstur í mark. Hann setti mótsmet með tímanum 6,72.

Liðsfélagi hans Gylfi Ingvar Gylfason kom svo annar í mark á tímanum 6,98 sekúndur sem er hans besti árangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka