Féll fyrir eigin hendi aðeins 21 árs

Emilia Brangefält vann til bronsverðlauna á HM í utanvegahlaupi á …
Emilia Brangefält vann til bronsverðlauna á HM í utanvegahlaupi á síðasta ári. Ljósmynd/Instagram-síða Emiliu Brangefält

Sænska utanvegahlaupakonan Emilia Brangefält er látin, aðeins 21 árs gömul. Tók hún sitt eigið líf.

Bróðir Emiliu greindi frá fráfalli systur sinnar á Instagramaðgangi sínum.

Brangefält var í fremstu í röð í greininni þar sem hún vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Taílandi á síðasta ári og varð sömuleiðis sænskur meistari í fyrra.

„Líf þitt varð allt of stutt og ég hefði aldrei getað trúað því að það myndi enda með þessum hætti.

Ást þín á íþróttinni og því að hreyfa þig var ólýsanleg,“ skrifaði Adam Brangefält, bróðir Emiliu, á Instagram.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert