Sara flaug yfir hálfan hnöttinn en getur ekki keppt

Sara Sigmundsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Crossfitkonan Sara Sigmundsdóttir getur ekki tekið þátt á Down Under-mótinu í Ástralíu, sem hefst um helgina, vegna meiðsla. Er það nokkuð áfall fyrir Söru enda hefur hún dvalist í Ástralíu undanfarnar vikur til þess að undirbúa sig sem best fyrir mótið.

Sara greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

„Ég lenti í smá bakslagi og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er það skynsamlegasta í stöðunni þegar litið er á heildarmyndina,“ skrifaði hún.

Sara, sem er búsett í Bandaríkjunum, greinir frá því að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða en til þess að ná sér góðri þurfi hún að hægja á sér og forðast ákveðnar hreyfingar.

Því hafi ekki komið annað til greina en að draga sig úr keppni og lítur Sara nú til þess að ná sér fyllilega góðri fyrir næsta tímabil á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert