Magnaður árangur á Norðurlandamótinu

Vala Dís Cicero náði mögnuðum árangri.
Vala Dís Cicero náði mögnuðum árangri. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Vala Dís Cicero varð Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi í Tartu í Eistlandi í gær. 

Vala, sem er 15 ára gömul, syndir í unglingaflokki en hún kom í mark á tímanum 2:00,66 mínútur. Þess má geta að hún sigraði einnig keppendurna í fullorðinsflokki. 

Um annan íslenskan Norðurlandameistara er að ræða en í fyrradag varð Guðmundur Leo Rafnsson meistari í 200 metra baksundi unglinga. 

Eva Margrét Falsdóttir synti 400 metra fjórsund og hafnaði í fjórða sæti í fullorðinsflokki. Freyja Birkisdóttir og Sunna Arnfinnsdóttir syntu 400 metra fjórsund unglinga. Freyja hafnaði í fjórða sæti og Sunna í sjötta. 

Hólmar Grétarsson hafnaði í fimmta sæti í 1500 metra skriðsundi og Fannar Snævar Hauksson í áttunda í 50 metra baksundi. 

Vegair Hrafn Sigþórsson hafnaði svo í fimmta sæti í 200 metra fjórsundi, Birgitta Ingólfsdóttir hafnaði í áttunda í 100 metra bringusundi og Bergur Fáfnir Bjarnason í sjötta sæti í 200 metra flugsundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert