„Ég er rosalega góð við sjálfa mig í dag“

„Í dag er ég ánægð ef ég næ að synda 500 til 600 metra,“ sagði sundkonan fyrrverandi og ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, lagði sundhettuna mjög óvænt á hilluna í ársbyrjun 2018, þá 27 ára gömul, en ein af ástæðum þess að hún ákvað að hætta var skortur á fjármagni og lítill stuðningur stjórnvalda við íslenskt afreksíþróttafólk.

Ekki með sama agann

„Ég er rosalega góð við sjálfa mig í dag,“ sagði Hrafnhildur.

„Ég var með gríðarlega mikinn aga og ég sé það núna að það var að mörgu leyti, en umhverfið sem ég er í dag er ég ekki með þennan sama aga,“ sagði Hrafnhildur meðal annars.

Viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ljósmynd/Sundsamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert