Eik sigraði á Fákssvæðinu

Keppendurnir.
Keppendurnir. Ljósmynd/Ingibjörg Ásta

Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar í hestaíþróttum fór fram á Fákssvæðinu í Víðidal í gær. 

Keppt var í fjórgangi en liðin voru ellefu. Hvert lið var með fjórum knöpum og alls eru keppendur frá aldrinu 13-17 ára, 44 talsins á þeim mótum sem framundan eru. 

Í A-úrslitum vann Eik Elvarsdóttir með einkunnina 7,10. Í öðru sæti endaði Svandís Aitken með einkunnina 7,07. Þriðji var síðan Ragnar Snær með einkunnina 7.03. 

Stigahæsta liðið í fjórganginum var lið Kambs með 73,5 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert