Heimsmeistarinn í maraþoni látinn 24 ára

Kelvin Kiptum er látinn 24 ára að aldri.
Kelvin Kiptum er látinn 24 ára að aldri. AFP

Heimsmetahafinn Kelvin Kiptum er látinn 24 ára að aldri. Kiptum lést í bílslysi í heimalandi sínu Kenía. 

Kiptum sló heimsmet í maraþoni í Chicago í október á síðasta ári er hann kom í mark á tveimur klukkustundum og 35 sekúndum. 

Heimsmetahafinn lést í slysi í grennd við bæinn Eldoret ásamt þjálfara sínum Gervais Hakizimana, sem ættaður er frá Rúanda. 

Greint var frá því í síðustu viku að Kiptum ætlaði sér að reyna að slá sitt eigið heimsmet og hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum í Rotterdam-maraþoninu. 

Kiptum sló heimsmet í maraþoni í Chicago á síðasta ári.
Kiptum sló heimsmet í maraþoni í Chicago á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert