Baulað á Ísraelskonu á HM

Anastasia Gorbenko leið illa þegar áhorfendur bauluðu á hana í …
Anastasia Gorbenko leið illa þegar áhorfendur bauluðu á hana í Doha í Katar í gær. AFP/Oli Scarff

Hin ísraelska Anastasia Gorbenko vann til silfurverðlauna í 400 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Doha í Katar í gær. Áhorfendur bauluðu á Gorbenko eftir að hún kom að sundlaugarbakkanum.

Gorbenko var í viðtali við kynni mótsins þegar áhorfendur bauluðu hástöfum á hana.

Einnig var baulað á Gorbenko þegar hún gekk frá lauginni og sömuleiðis við verðlaunaafhendinguna, þó Gorbenko hafi líka fengið lófatak er hún fékk verðlaunapeninginn um hálsinn.

Reuters fréttaveitan greinir frá því að ýmsir fjölmiðlar í Katar og samtök í landinu sem styðja Palestínu hafi gagnrýnt viðveru Ísraelsmanna á mótinu vegna hernaðar Ísraelshers í Palestínu undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert