Segist ekki sjá eftir neinu

Breski ökuþórinn Lando Norris.
Breski ökuþórinn Lando Norris. AFP

Lando Norris segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir margra ára samning við keppnislið McLaren í Formúlu 1 í sumar.

Norris segir í viðtali við SkySports að hann sé spenntur fyrir framtíðinni og að hann sé ánægður hjá liðinu.

Norris skrifaði undir margra ára samning við McLaren síðasta sumar áður en Lewis Hamilton, ökuþór hjá Mercedes, tilkynnti að hann væri að ganga til liðs við Ferrari eftir tímabilið.

Minna en vika leið frá því að McLaren kynnti nýjan samning Norris og Lewis Hamilton tilkynnti brottför sína frá Mercedes. 

„Ég er mjög ánægður. Ég vissi að það væru mögulega tækifæri fyrir mig að breyta til en ég vissi líka í fyrra að ég hefði nýja möguleika en ég sé ekki eftir neinu. Ég hef mikla trú á liðinu mínu og ég er fullviss um að við getum afrekað stóra hluti í framtíðinni,“ sagði Norris.

Norris hefur keyrt fyrir McLaren í Formúlu 1 frá því að hann steig sín fyrstu skref árið 2019 en hann hefur verið orðaður við önnur lið eftir slæma byrjun McLaren á síðasta tímabili en hlutirnir fóru að ganga hjá McLaren eftir því sem leið á tímabilið og kláruðu þeir tímabilið vel. 

„Við erum í góðri stöðu. Við vorum með ágætan bíl undir lok síðasta tímabils og ég veit að við höfum tekið nokkur skref í rétta átt en ég held við séum samt enn þá langt á eftir Red Bull og Ferrari,“ sagði Norris.

Formúla 1 fer af stað um næstu helgi en kappaksturinn sjálfur hefst næsta sunnudag klukkan 15.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert