Hársbreidd frá því að stórslasast

Jamaíkumaðurinn var hársbreidd frá því að stórslasast.
Jamaíkumaðurinn var hársbreidd frá því að stórslasast. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Jamaíkumaðurinn Carey McLeod var hársbreidd frá því að stórslasast í langstökki á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Glasgow í gær. 

Þegar McLeod stökk var hann hársbreidd frá því að lenda á hrífu sem notuð er til að jafna út sandinn í gryfjunni á milli stökka. 

Var heppnin með Jamaíkumanninum en hann náði einnig sínum besta árangri í ár. 

Stökk hann lengst 8,21 metra og hafnaði í þriðja sæti, sem veitti honum bronsverðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert