Skelfileg meiðsli á heimsmeistaramótinu

Margot Chevrier borin af keppnisbrautinni.
Margot Chevrier borin af keppnisbrautinni. AFP/Ben Stansall

Frakkinn Margot Chevrier varði fyrir afleitu ökklabroti þegar hún reyndi við 4,65 metrana í stangarstökki kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Glasgow í gær. 

Chevrier er margfaldur franskur meistari, bæði innan- sem utandyra. 

Er Chevrier reyndi við 4,65 metrana féll hún ekki fram fyrir sig og í lendingardýnuna heldur fyrir framan hana. 

Lendingin var slæm og ökklabrotnaði Chevrier í leiðinni. Keppnin var stöðvuð í um stundarfjórðung á meðan Chervier var komið undir læknishendur. 

Hún fór síðan í aðgerð í dag. 

Margot Chevrier meiddist afar illa.
Margot Chevrier meiddist afar illa. AFP/Xavier Marit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert