Svekktur með frammistöðu ÍSÍ

Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér …
Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París. mbl.is/Óttar Geirsson

Það styttist svo sannarlega í Ólympíuleikana sem fram fara í París í Frakklandi og verða settir við hátíðlega athöfn í frönsku höfuðborginni hinn 26. júlí.

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum enn sem komið er.

Þann 5. janúar tilkynnti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ólympíuhóp ÍSÍ sem saman­stendur af níu íþróttamönnum í mismunandi íþróttagreinum en karlalandslið Íslands í handbolta verður því miður ekki á meðal þátttakenda í París.

Í tilkynningu ÍSÍ, sem birtist hinn 5. janúar, kemur meðal annars fram að á næstunni sé ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki.

Þá stóð einnig til að vekja athygli á þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París en í tilkynningunni var ekki talað um nákvæma tímasetningu, heldur „á næstunni“.

Núna eru liðnir tæpir tveir og hálfur mánuður síðan Ólympíuhópur ÍSÍ var tilkynntur en fréttirnar af íþróttafólkinu hafa eitthvað látið á sér standa, sem er miður.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert