Gaf sig fram við lögreglu

Rashee Rice fyrir leik með Kansas City Chiefs.
Rashee Rice fyrir leik með Kansas City Chiefs. AFP/Jamie Squire

Rashee Rice, leikmaður NFL-meistara Kansas City Chiefs í ruðningi, er búinn að gefa sig fram við lögreglu í Dallas í Texasríki í Bandaríkjunum vegna hlutdeildar sinnar í bílslysi í síðasta mánuði.

Rice, sem er 23 ára gamall, hafði gefið það út að hann tæki fulla ábyrgð á slysinu, þar sem fjórir hlutu áverka, og að hann hygðist gefa sig fram við lögreglu, sem hann hefur nú gert.

Alls stend­ur Rice frammi fyr­ir átta ákæru­liðum, þar á meðal al­var­legri lík­ams­árás og að hafa verið vald­ur að árekstri sem olli al­var­leg­um áverk­um, og gæti átt yfir höfði sér margra ára fangelsisvist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert