Bayern München aftur á sigurbraut

Thomas Müller fagnar marki sínu í dag
Thomas Müller fagnar marki sínu í dag AFP

Bayern sigraði Köln og mikil barátta er milli Borussia Dortmund og RB Leipzig um 4. sætið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu sem veitir þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Raphael Guerreiro og Thomas Müller skoruðu mörk Bæjara í síðari hálfleik í kærkomnum 2:0 sigri fyrir heimaliðið sem tapaði illa fyrir Heidenheim í síðustu umferð.

Bayern eru í 2. sæti deildarinnar heilum 13 stigum frá Bayer Leverkusen sem leika á morgun gegn Werder Bremen.

Dortmund hélt 2:1 forskoti sínu manni færri gegn Mönchengladbach á útivelli frá 55. mínútu þegar Karim Adeyemi fékk sitt annað gula spjald á meðan Leipzig sigraði Wolfsburg sannfærandi, 3:0, á heimavelli.

Liðin eru jöfn í 4. sæti með 56 stig

Úrslit dagsins

FC Bayern München 2:1 FC Köln

RB Leipzig 3:0 Vfl Wolfsburg

FSV Mainz 05 4:1 TSG Hoffenheim

Borussia Mönchengladbach 1:2 Borussia Dortmund

Vfl Bochum 1:1 Heidenheim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert