Marín og Þórður hlutskörpust í Íslandsglímunni

Marín Laufey Davíðsdóttir.
Marín Laufey Davíðsdóttir. Ljósmynd/Glímusamband Íslands

Marín Laufey Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Íslandsglímunni á Laugarvatni og fékk því Freyjumenið. Þórður Páll Ólafsson vann í karlaflokki og fékk Grettisbeltið.

Íslandsglíman fór fram í 113. skipti og fremsta glímufólk landsins mætti á Laugavatn í dag til að keppa um titilinn Glímukóngur og Glímudrottning Íslands.

Alls voru 12 keppendur í kvennaflokki og 90 keppendur í karlaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert