Hef orðið vör við það að fólk haldi að ég sé á sterum

„Ég er ótrúlega græn þegar kemur að svona hlutum,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

Vakin á sunnudagsmorgni

Umræðan um steranotkun hefur lengi loðað við íþróttir sem snúa að því að lyfta lóðum og hefur Eygló sjálf orðið fyrir barðinu á hinum ýmsu kjaftasögum.

„Ég hef alveg orðið vör við það að fólk haldi að ég sé á sterum,“ sagði Eygló.

„Ég er tekin reglulega í lyfjapróf og ég hef lent í því að vera vakin klukkan 7 á sunnudagsmorgni þegar lyfjaeftirlitið hefur bankað upp á hjá mér.

Ég er í læknisfræði og mér finnst skrítið að fólk trúir því að ég gæti tekið stera, með allar aukaverkanirnar til hliðsjónar,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert