KA knúði fram oddaleik

KA-menn fagna í kvöld.
KA-menn fagna í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA tryggði sér oddaleik í Hveragerði með því að leggja Hamar að velli, 3:2, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki á Akureyri í kvöld.

Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitum og ræðst það því í oddaleik hvort liðið fer alla leið í úrslitaeinvígið.

Viðureignin í kvöld var æsispennandi. KA byrjaði betur og vann fyrstu hrinu naumlega, 25:23. Hamar svaraði í sömu mynt og vann aðra hrinu 23:25.

Í þriðju hrinu sneri Hamar taflinu við og komst í 1:2 með því að vinna hrinuna nokkuð sannfærandi, 19:25.

Í fjórðu hrinu reyndist KA sterkara og vann hana 25:20. Þurfti því oddahrinu til þess að knýja fram sigurvegara.

Hún reyndist æsispennandi og eftir maraþonhrinu fór það svo að KA vann hana 22:20 og leikinn þar með.

Stigahæstir í liði KA voru Miguel Mateo Castrillo með 25 stig og Óscar Fernández Celis með 21 stig.

Hja Hamri var Tomek Leik stigahæstur með 21 stig. Rafal Berwald bætti við 17 stigum og Hafsteinn Valdimarsson 15 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert