Fjárhagslega verr sett en margir jafnaldrar sínir

„Lyftingasambandið er með styrki til íþróttafólks og ég er á A-styrk hjá þeim í dag,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

Ákvað að hætta að vinna

Eygló er fremsta lyftingakona landsins og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni en hún stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

„Ég borga ekkert þegar kemur að þessum mótum í dag,“ sagði Eygló.

„Ég tók ákvörðun um að hætta að vinna og einbeita mér alfarið að íþróttinni svo ég væri ekki að keyra mig út alla daga. 

Á móti kemur þá er ég er ekki jafn vel sett og margir jafnaldrar mínir, fjárhagslega,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert