Bikarmeistararnir í úrslit

Hamarsmenn eru komnir í úrslit.
Hamarsmenn eru komnir í úrslit. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Bikarmeistarar Hamars tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki með 3:0-heimasigri á ríkjandi Íslandsmeisturum KA í Hveragerði.

Leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna, því allar þrjár hrinurnar voru jafnar. Hamar vann þá fyrstu 25:23, aðra 25:20 og þá þriðju 25:22. Hamar mætir Aftureldingu í úrslitum.

Tomek Leik skoraði 13 stig fyrir Hamar og Miguel Castrillo gerði 15 fyrir KA.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert