Katrín Tanja ekki á heimsleikana

Katrín Tanja Davíðsdóttir er meidd í baki
Katrín Tanja Davíðsdóttir er meidd í baki Ljósmynd/Instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gefið út að hún sé hætt þáttöku í undankeppni heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja á við bakmeiðsli að stríða.

Í færslu á Instagram síðu sinni greinir Katrín Tanja frá vonbrigðum sínum yfir að geta ekki haldið keppni áfram en þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum stuðninginn ásamt því að óska keppinautum sínum góðs gengis á keppnistímabilinu.

Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit tvö ár í röð 2014 og 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert