Katrín Tanja í aðgerð

Katrín Tanja Davíðsdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir Ljósmynd/Instagram

CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er á leið undir hnífinn en Katrín gaf út á dögunum að hún þyrfti að hætta keppni vegna þrálátra bakmeiðsla.

Katrín Tanja greinir frá því á Instagram síðu sinni að hún muni gangast undir aðgerð vegna brjósklos og klemmdrar taugar í neðra baki og mjöðm. Katrín Tanja er í fjórtánda sæti á heimslistanum í CrossFit en verður líklega frá keppni í umtalsverðan tíma í kjölfar aðgerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert