Lést eftir fall af hestbaki

Georgie Campbell.
Georgie Campbell. Ljósmynd/@mrsgeorgiecampbell á Instagram

Breski knapinn Georgie Campbell lést aðeins 36 ára gömul eftir að hafa dottið af hestbaki í gær. 

Campbell datt af hesti sínum, Global Quest, á meistaramóti hesta í Devon á Englandi í gær. 

Bráðaliðar mættu strax að henni í kjölfar slyssins. Sjúkrabílar sem og þyrla komu síðan en ekki tókst að bjarga lífi Campbells. 

Campbell keppti á yfir 200 mótum á ferli sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka