Hættir 29 ára gömul

Lexi Thompson hefur ákveðið að hætta.
Lexi Thompson hefur ákveðið að hætta. AFP/Adam Hunger

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson hefur ákveðið að hætta í lok LPGA-tímabilsins. 

Thompson, sem er 29 ára gömul, hefur unnið fimmtán titla á ferlinum og einn stóran titil árið 2014. Hún varð yngst í sögunni  til að keppa á US Open árið 2007, þá 12 ára gömul, og hefur verið atvinnumaður frá 15 ára aldri.

Hún varð yngsti sigurvegari á móti á LPGA-mótaröðinni árið 2011, þá 16 ára gömul. Hún hefur hæst komist í fjórða sæti heimslistans, árin 2015 og 2017.

Þá hefur hún keppt fyrir hönd Bandaríkjanna sex sinnum í Solheim-bikarnum sem og tvisvar á Ólympíuleikunum. 

„Það er aldrei auðvelt að kveðja, en nú er kominn tími til þess,“ sagði Thompson meðal annars á Instagram síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert