Dagbjartur fjórtándi í Róm

Dagbjartur Daði Jónsson
Dagbjartur Daði Jónsson Hákon Pálsson

Spjótkastarinn Dagbjartur Daði Jónsson lenti í fjórtánda sæti í sínum kasthópi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í dag.

Fyrsta kast Dagbjarts var hans lengsta í dag eða 70,44 metrar. Annað kastið var ógilt og þriðja kastið var upp á 68,09 metra. Besta kast Dagbjarts á árinu er 75,62 metrar.

Sindri Hrafn Guðmundsson keppir einnig í spjótkasti í dag en hans undanriðill hefst klukkan 12:25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert