Sindri í tuttugasta sæti

Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari AFP

Sindri Hrafn Guðmundsson hafnaði í tuttugasta sæti í spjótkast á EM í frjálsum íþróttum í dag. Dagbjartur Daði Jónsson endaði í 26. sæti í sömu grein.

Fyrsta kast Sindra Hrafns var hans lengsta en hann kastaði 77,30 metra. Í annarri tilraun kastaði Sindri Hrafn 75,93 metra en þriðja og síðasta kast hans var ógilt.

Besti árangur Sindra á árinu er 81,21 metri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert