Hola í höggi á par 4 braut á Garðavelli

Ragnar hefur líklega ekki notað fleygjárnið á 6. braut þegar …
Ragnar hefur líklega ekki notað fleygjárnið á 6. braut þegar hann sló draumahöggið. mbl.is

Það er ekki algengt að kylfingar slái draumahöggið á par 4 holu á golfvöllum Íslands og víðar en Skagamaðurinn Ragnar Þór Gunnarsson náði slíku höggi á 6. braut á Garðavelli í dag. Ragnar var keppandi á HB/Granda mótaröð Leynismanna og þurfti hann aðeins eitt högg til þess að koma boltanum ofaní holuna. Sjötta brautin, eða Dýkið, eins og hún er kölluð er um 250 metrar að lengd.

Ragnar er ekki sá fyrsti sem fer holu í höggi á 6. braut en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og margfaldur Íslandsmeistari hefur farið þessa umræddu holu á einu höggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert