Ýmsar íþróttastjörnur hafa sent kylfingnum Tiger Woods batakveðjur á samfélagsmiðlum í kvöld eftir að fréttir bárust af því að hann væri í aðgerð vegna ýmissa áverka á fótum en Tiger Woods lenti í bílslysi í Kaliforníu.
Meðfylgjandi má til dæmis sjá kveðjur frá knattspyrnumanninum Gareth Bale, körfuknattleiksmanninum Magic Johnson, hnefaleikaranum Mike Tyson og sundmanninum Michael Phelps.
Hér eru nokkrar frá kollegum hans úr golfíþróttinni. Þar er ein frá Jack Nicklaus, eina kylfingnum sem unnið hefur fleiri risamót en Tiger.