Guðmundur á pari í Svíþjóð – erfitt hjá Haraldi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ágætan fyrsta hring.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ágætan fyrsta hring. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag fyrsta hringinn á Dormy Open-mótinu á Áskorendamót Evrópu í golfi á 72 höggum, eða á pari. Mótið fer fram í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.

Guðmundur lék stöðugt golf og fékk tvo fugla og tvo skolla á holunum 18. Hann er jafn nokkrum öðrum kylfingum í 73. sæti.

Haraldur Franklín Magnús lék fyrsta hringinn á 75 höggum, þremur höggum yfir pari. Hann er jafn nokkrum öðrum kylfingum í 123. sæti.

Haraldur fékk þrjá fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Hann verður að leika betur á öðrum hring á morgun til að fara í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert