Dwyane Wade hitti af tæplega 90 metrum

Wade var tekinn inn í frægðarhöll NBA í sumar.
Wade var tekinn inn í frægðarhöll NBA í sumar. AFP/Mike Lawrie

Körfuboltastjörnunni Dwyane Wade er margt til lista lagt.

Wade lék hinn frábæra Pebble Beach golfvöll í Kaliforníu í góðra vina hópi í nótt og gerði sér lítið fyrir og sló beint í holu á hinni sögufrægu par 3 - 7. braut.

Höggið var tæplega 90 metrar en hæðarmismunurinn rúmir 12 metrar. Wade fagnaði ógurlega en þetta var í fyrsta sinn sem hann fer holu í höggi.

View this post on Instagram

A post shared by dwyanewade (@dwyanewade)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert