Öruggur sigur Evrópu

Rory McIlroy í dag.
Rory McIlroy í dag. AFP/Alberto Pizzoli

Evrópa vann öruggan sigur á Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í golfi en lokadagurinn var leikinn á Marco Simo­ne-vell­in­um í Róm á Ítal­íu í dag. 

Fyrir daginn í dag var Evrópa með tíu og hálfan vinnig gegn fimm og hálfum Bandaríkjanna. Þurftu Bandaríkjamenn því mikið til þess að snúa mótinu sér í vil sem hafðist ekki. 

Rory Mcllroy og Viktor Hölvland báru sigur úr býtum í sínum einliðaleikjum í morgun og John Rahm gerði jafntefli gegn Scottie Scheffler. 

Að lokum vann Evrópa með 16 1/2 vinningi gegn 11 og hálfum. Bandaríkjamenn hafa ekki unnið á útivelli í 31 ár eða síðan 1992. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert