Haraldur lék frábærlega á fyrsta hring

Haraldur Franklín Magnús fer afskaplega vel af stað á lokastigi …
Haraldur Franklín Magnús fer afskaplega vel af stað á lokastigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklin Magnús fór frábærlega af stað á fyrsta hring á lokastigi úrtöku­móts fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Tarragona á Spáni í dag.

Haraldur er sem stendur í efsta sæti mótsins ásamt þremur öðrum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 66 höggum, fimm höggum undir pari Infinitum Golf-vallarins í Tarragona.

Á þessari stundu hafa aðeins 18 af 156 þátttakendum á úrtökumótinu lokið fyrsta hring og því gæti staðan eitthvað breyst.

Það breytir því ekki að byrjunin hjá Haraldi er með allra besta móti og ekki ósennilegt að hann verði á meðal þeirra efstu þegar allir kylfingar hafa lokið fyrsta hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert