Haraldur aftur á pari í Sydney

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék annan hringinn á Opna ástralska mótinu í golfi í Sydney í nótt á pari vallarins, rétt eins og fyrsta hringinn.

Hann lék á 71 höggi en parið á fyrsta hring var 72 högg. Haraldur er því á 143 höggum samtals.

Ólíklegt er að þetta dugi honum til að komast í gegnum niðurskurð mótsins. Hann var með þeim fyrstu að ljúka hringnum en er í 77. til 93. sæti og tveimur höggum fyrir neðan niðurskurðarlínuna eins og staðan er núna.

Uppfært:
Haraldur endaði í 79-90. sæti á pari og er úr leik. Fyrstu 67 keppendur af 156 komust í gegnum niðurskurðinn og leika þriðja og fjórða hring um helgina. Leika þurfti á tveimur höggum undir pari til að komast áfram. Min Woo Lee frá Ástralíu er með þriggja högga forystu en hann lék fyrstu tvo hringina á 67 og 64 höggum og er á 12 undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert